Strandhreinsun í Borgarnesi

maí 10, 2019
Featured image for “Strandhreinsun í Borgarnesi”

Norræni strandhreinsunardagurinn var laugardaginn 4. maí. Af því tilefni var í fyrsta sinn skipulögð strandhreinsun í Borgarnesi.


 


Það voru um 20 manns á öllum aldri sem mættu á laugardagsmorgni í blíðskaparveðri vopnuð hönskum og sekkjum. Hópnum var skipt í tvo minni hópa sem skiptu með sér strandlengjunni. Talsvert magn af rusli safnaðist, plast var áberandi og aðrar umbúðir, en einnig fundust bíldekk og bílaíhlutir sem komnir voru til ára sinna. Að loknu góðu verki voru grillaðar pylsur í Skallagrímsgarði.


 


Það var yngriflokkaráð Knattspyrnudeildar Skallagríms sem sá um skipulagningu og framkvæmd verksins sem gekk mjög vel þrátt fyrir frekar fámennan hóp og stórt svæði sem þurfti að ganga. Ekki náðist að klára alla ströndina, og áætlað er að klára kílómetrann sem eftir er á næstu dögum.


 


Mynd með frétt sýnir sem hreinsunarhóp að störfum.  Fleiri myndir má sjá á Facebooksíðu sveitarfélagsins.


 


Fréttaskot Umhverfis – og skipulagssviðs nr. 14


Share: