Hreinsun rotþróa

júní 6, 2019

Fljótlega hefst vinna við hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu og sér Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands um verkið skv. samningi. Til að auðvelda hreinsunina þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi, sjá til þess að hlið séu ólæst svo og merkja staðsetningu rotþróar. Rotþrær eru hreinsaðar á þriggja ára fresti. Hægt er að sjá nánari upplýsingar m.a. hvenær rotþrær voru síðast tæmdar á Rotþróakorti sem má nálgast hér. Umhverfis-og skipulagssvið


Share: