Hreinsunarátak

maí 3, 2019
Featured image for “Hreinsunarátak”

Nú er hafið hreinsunarátak í þéttbýli og eru íbúar í óða önn að hreinsa til og gera snyrtilegt í kringum sig. Þessa vikuna eru gámar staðsettir í minni þéttbýliskjörnum, og í næstu viku verða gámar í Borgarnesi.


 


Skólar í sveitarfélaginu hafa á undanförnum árum tekið virkan þátt í hreinsun umhverfisins með ruslatínslu í nærumhverfinu. Mynd með frétt er tekin  þegar  nemendur Hvanneyrardeildar og Andabæjar fóru út og tíndu rusl í tilefni hreinsunarátaksins. Nánar má sjá frétt af verkefninu á vef GBF.


 


Því til viðbótar eru nokkrir viðburðir á dagskrá í tilefni hreinsunarátaksins. Laugardaginn 4. maí er Norræni strandhreinsunardagurinn og af því tilefni verða strendur við Borgarnes hreinsaðar og einnig er hreinsunardagur á Hvanneyri.  Fimmtudaginn 9. verður fræðslufundur um áhrif neyslu okkar á jörðina ásamt því að Íþróttafataskiptimarkaður UMSB verður haldinn sama dag.  Nánari upplýsingar um hreinsunarátak Borgarbyggðar er að finna hér.


 


 


Share: