Í Safnahúsi Borgarfjarðar, n.k. þriðjudag 19. mars. kl. 20:00, verður Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, með erindi þar sem hún mun segja frá nýjustu bók sinni „Land næturinnar“, frá sögusviði bókarinnar og rannsóknum í kringum skrifin á bókinni, en einnig hvernig þessi bók tengist fyrri bókum höfundar.
Allir velkomnir og heitt á könnunni.
Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi