Upplýsingafulltrúi – laust starf

desember 28, 2023
Featured image for “Upplýsingafulltrúi – laust starf”

Borgarbyggð óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa í 100% starf.

Leitað er eftir einstaklingi til að leiða spennandi áherslubreytingar sem snúa að þróun rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingamiðlunar í því skyni að straumlínulaga vinnubrögð og efla þjónustu. Framundan eru mörg áhugaverð og metnaðarfull verkefni og þarf viðkomandi að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.

Upplýsingafulltrúi hefur umsjón með upplýsinga- og kynningarmálum sveitarfélagsins og ber ábyrgð á þeim. Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á framsetningu vefsíða, samfélagsmiðla og annarra miðla sveitarfélagsins og innleiðingu nýrra lausna hvað varðar upplýsingamál með áherslu á starfræna þróun og lausnir.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stefnumótun í upplýsinga- og kynningarmálum í samráði við stjórnendur.
  • Leiðir stefnumótun varðandi þróun rafrænnar stjórnsýslu og stafrænnar upplýsingamiðlunar.
  • Umsjón með upplýsingamiðlum, heimasíðum og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins til innri og ytri viðskiptavina.
  • Gerð auglýsinga og kynningar- og markaðsefnis, útgáfa og dreifing.
  • Skipulagning, framkvæmd viðburða og hátíða á vegum sveitarfélagsins.
  • Móttaka viðskiptavina, afgreiðsla og leiðbeining.
  • Upplýsingagjöf og aðstoð við viðskiptavini og starfsmenn, sem og samskipti við fjölmiðla.
  • Fulltrúi sveitarfélagsins í málefnum varðandi ferðaþjónustu og uppbyggingu þar að lútandi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking og reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er kostur.
  • Góð þekking á upplýsingakerfum, vefumsjónarkerfum, myndvinnslu, samfélagsmiðlum og almennri tölvukunnáttu.
  • Rík þjónustulund, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
  • Gott vald á íslenskri tungu í mæltu og rituðu máli. Mikil færni og reynsla í textagerð.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni, vandvirkni og nákvæmni.
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsustyrkur til starfsmanna

Share: