
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd lagði til breytingar á klippikortum vegna notkunar gámastöðvar sveitarfélagsins, sem voru samþykktar í sveitarstjórn í desember síðastliðnum.
Samkvæmt samþykktinni verða klipp fyrir árið 2026 alls 32 talsins. Hvert klipp samsvarar 0,25 rúmmetrum og munu klippikortin gilda til og með 1. febrúar 2027.
Fasteignareigendur sem áður hafa sótt kort þurfa að fara inn á Borgarkort.is, skrá sig inn, velja „Mín kort“ og sækja klippikortið aftur til að uppfærslan taki gildi.
Jafnframt er upplýst að fasteignareigendur hafa möguleika á að setja sama klippikort upp í fleiri en eitt snjalltæki með því að skanna kóðann og vista það í stafrænu veski viðkomandi.