Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Sorpurðun Vesturlands hf.

nóvember 18, 2022
Featured image for “Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Sorpurðun Vesturlands hf.”

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Sorpurðun Vesturlands hf. fyrir urðun úrgangs í landi Fíflholta.

Með hinu nýja starfsleyfi er heimild fyrirtækisins til urðunar úrgangs aukin úr 15 þúsund tonnum á ári í 25 þúsund tonn.

Skipulagsstofnun birti álit sitt á endanlegri matskýrslu vegna framkvæmdarinnar þann 19. mars 2021 og er álitið birt hér með tillögunni.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun á ust@ust.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 5. desember 2022. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi Sorpurðunar Vesturlands, Fíflholtum
Álit Skipulagsstofnunar


Share: