
Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og vel hirtar lóðir og jarðir. Markmiðið er að hvetja íbúa og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfið og efla samkennd í samfélaginu.
Nú er opið fyrir tilnefningar í eftirfarandi fimm flokka:
- Snyrtilegt bændabýli
- Falleg lóð við íbúðarhús
- Snyrtileg atvinnulóð
- Samfélagsviðurkenning – fyrir framúrskarandi framlag til umhverfismála
- Sérstök viðurkenning – fyrir snyrtilegt og vel hirt umhverfi
Við hvetjum alla íbúa til að taka þátt og senda inn tilnefningar – hvort sem það er fyrir eigin lóð eða aðra sem þér finnst eiga skilið hrós.
📅 Skilafrestur tilnefninga er 10. ágúst 2025.
📍 Tilnefningar má skila inn á hér : https://betraisland.is/community/10242 eða í þjónustuver Borgarbyggðar.