Til þeirra sem hafa óskað eftir að fasteignagjöld séu skuldfærð af kreditkortum

febrúar 13, 2025
Featured image for “Til þeirra sem hafa óskað eftir að fasteignagjöld séu skuldfærð af kreditkortum”

Vinsamlega athugið að því miður náðist ekki að taka janúar-gjalddaga fasteignagjalda af kreditkortum á réttum tíma.

Þess vegna verða bæði gjalddagarnir í janúar og febrúar skuldfærðir á sama kortatímabili. Janúargjalddaginn er þegar kominn á kortið og febrúargjalddaginn verður færður 17. – 19. febrúar.

Við biðjumst velvirðingar á að þetta skuli gerast og skiljum að þetta geti valdið óþægindum.  Jafnframt þökkum við fyrir þolinmæði ykkar.
Ef  einhverjar spurningar vakna eða þörf er á frekari upplýsingum, bendum við á þjónustuver okkar í síma 433 7100 eða netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.


Share: