Til foreldra og forráðamanna barna sem ganga yfir Borgarbrautina

desember 15, 2022
Featured image for “Til foreldra og forráðamanna barna sem ganga yfir Borgarbrautina”

Líkt og hefur verið greint frá standa yfir framkvæmdir á Borgarbrautinni. Í vikunni var gefin út tilkynning um tilfærslu á gangbrautinni þar sem nú er gengið yfir Borgarbrautina við hús nr. 15 í stað gangbrautar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Gangbrautavörður hefur í kjölfarið fært sig um set og er nú staðsettur á horni, þar sem Berugata þverar Sæunnargötu. Því eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að beina börnum niður Sæunnargötu, þar sem þau geta síðan gengið upp Borgarbrautina, yfir nýju gangbrautina við hús nr. 15 og þar upp í skóla við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, sjá bláu leiðina.

Jafnframt er gangbrautavörður staðsettur við gangbrautina, við Borgarbraut 18 og innganginn að Skallagrímsgarði. Börn sem vilja ganga niður stigann frá Þórunnargötu og koma niður við Berugötu 10, geta gert það áfram með því að ganga þaðan áfram inn Berugötuna, að Borgarbraut 18 og síðan yfir gangbrautina við Skallagrímsgarð, sjá rauðu leiðina.

Vakin er athygli á því að ekki er lengur hægt að ganga yfir gangbrautina frá Kveldúlfsgarði að Tónlistarskóla Borgarfjarðar, sem merkt er með rauðu x-i á kortinu. Því hefur bráðabirgðargangbrautin við Berugötu 10, yfir í Kveldúlfsgarð, einnig verið merkt með rauðu x-i.

Gangbrautarverðirnir eru staðsettir þar sem merktir hafa verið inn gulir punktar á kortinu.

Borgarbyggð þakkar tillitssemina á verktímanum og biður ökumenn áfram um að aka varlega.


Share: