Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2023.
Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf“ á www.island.is og birtast þar eftir kl 16:00 í dag, fimmtudaginn 25. janúar.
Álagningarseðlar verða sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 75 ára og eldri.
Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is. Þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappír.
Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 25. janúar nk. og síðan 15. hvers mánaðar fram í október 2023.
Eindagi er fimmtánda dags næsta mánaðar eftir gjalddaga nema hvað fyrsti eindaginn er 25. febrúar nk.
Greiðsluseðlar verða sendir til þeirra sem eru 75 ára eða eldri. Íbúar eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar ef óskað er eftir breytinga á þessu fyrirkomulagi. Sími á skrifstofu Borgarbyggðar er 433-7100 og netfangið thjonustuver@borgarbyggd.is.
Ef gjaldendur telja álagninguna ekki rétta er hægt að fara fram á endurálagningu með rökstuddum hætti. Skrifleg beiðni þar um skal berast skrifstofu Borgarbyggðar eigi síðar en mánuði eftir álagningu gjaldanna.