Tæming rotþróa

júní 8, 2021
Featured image for “Tæming rotþróa”

Nú er að hefjast tæming rotþróa í sveitarfélaginu, þjónustuaðili sveitarfélagsins er Hreinsitækni ehf.

Á árinu 2021 eru tæmdar rotþrær á svæði 3 sem tekur yfir eftirtalin svæði:

  • Kolbeinsstaðahreppur
  • Hraunhreppur
  • Álftaneshreppur
  • Andakíll
  • Bæjarsveit
  • Lundarreykjadalur
  • Flókadalur
  • Reykholtsdalur 
  • lítill hluti Borgarhrepps

Til að tryggja að tæming geti farið fram eru eigendur rotþróa beðnir að tryggja gott aðgengi með því að hafa opin hlið eða setja símanúmer á hlið svo unnt sé að komast inn á svæðin. Einnig er æskilegt að merkja þær rotþrær sem ekki eru sýnilegar með flaggi eða öðrum merkingum.


Share: