Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar

júní 11, 2021
Featured image for “Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar”

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Erum við að leita að þér?

UM STÖRFIN

  • Starfsmaður óskast við sundlaugina í Borgarnesi. Ráðningartímabilið er frá 13. júlí til 24. ágúst 2021. Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er í vaktavinnu og unnið þriðja hver helgi.
  • Starfsmaður óskast við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum. Ráðningartímabilið er sem fyrst -15. ágúst 2021. Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er fimm daga vikunnar, frí í tvo daga.

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

  • Öryggisgæsla og eftirlit
  • Afgreiðsla og aðstoð við viðskiptavini
  • Þrif

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
  • Gerð er krafa að viðkomandi standist hæfnispróf samkvæmt reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
  • Góð þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Hreint sakavottorð

FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ

Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl eða viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá með umsagnaraðilum og kynningarbréf.

Umsóknir skal senda á netfangið ingunn.johannesdottir@borgarbyggd.is.

Öllum umsóknum verður svarað.

Vinnutími: Vaktavinna

Starfshlutfall: 100% tímabundið starf.

Starfssvið: Fjölskyldusvið

Umsóknarfrestur er til og með: 20. júní 2021.

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja Borgarbyggðar, netfang: ingunn.johannesdottir@borgarbyggd.is


Share: