Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. mars 2024 eftirfarandi tillögur samkvæmt 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
- Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Stækkun á íbúðarsvæði Í12 færsla á hringvegi um Borgarnes.
- Deiliskipulag Fjóluklettur við Kveldúlfshöfða
Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022
Breytingin tekur til stækkunar íbúðarsvæðis Í12 í Bjargslandi í Borgarnesi. Um leið er gerð breyting á 1,5 km löngum kafla Hringvegar þar sem hann er færður fjær byggðinni til að skapa meira rými fyrir stækkun íbúðarsvæðis.
Deiliskipulag Fjóluklettur við Kveldúlfshöfða
Skipulagssvæðið er innan þéttbýlismarka og er skilgreint sem íbúðarbyggð að hluta til og óbyggt svæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 en skipulaginu er breytt samhliða þessu deiliskipulagi. Gert er ráð fyrir 95 íbúðum innan deiliskipulagssvæðisins og eru umhverfisáhrif metin skv. 12. gr skipulagslaga.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og tillaga að deiliskipulagi voru auglýstar samhliða frá 27. desember 2023 til 14. febrúar 2024
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Deiliskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.
Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.
Tenglar inn á skipulagsgátt:
Aðalskipulagsbreyting
Deiliskipulag