Borgarbyggð í samvinnu við Hringrás og með styrk frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu hyggst í haust ráðast í sérstakt átak til að safna brotajárni á lögbýlum í Borgarbyggð.
Með verkefninu er eigendum lögbýla gert auðvelt fyrir að losa sig við brotajárn án endurgjalds. Ábúendur eða eigendur safna saman brotajárni af jörðum sínum á einn aðgengilegan stað, sem svo verður sótt heim af Hringrás.
Gert er ráð fyrir að söfnunin verði í október, nánari útfærsla verður kynnt jarðareigendum þegar nær dregur.