Malbikunarframkvæmdir ef veður leyfir 30. september og 1. október

september 29, 2021
Featured image for “Malbikunarframkvæmdir ef veður leyfir 30. september og 1. október”

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Fimmtudaginn 30. september og föstudaginn 1. október er stefnt á að malbika Hringveginn, frá hringtorgi við Borgarbraut/Snæfellsnesveg og uppfyrir gatnamót við Hamar. Kaflinn er um 2.400 m langur. Önnur akrein verður malbikuð í einu og verður Hringveginum lokað til norðurs á meðan framkvæmd stendur. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut. Opið verður fyrir umferð til suðurs meðfram framkvæmdasvæði. Viðeigandi merkingar verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Ábyrgðarmaður veghaldara er Hallvarður 699-6450, ábyrgðarmaður verktaka er Elías 660-1927. Ábyrgðarmaður merkinga er Ingvi Rafn 660-1921.

 


Share: