Litlu-Tunguskógur í Húsafelli – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

október 26, 2022

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. október 2022 eftirfarandi tillögur samkvæmt 32. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022

Breytingin tekur til 30 ha svæðis í landi Húsafells III þar sem skilgreint er íbúðarsvæði í stað frístundasvæðis.

Deiliskipulagsbreyting

Tillagan tekur til breytinga á skilmálum þar sem 40 lóðir fyrir frístundahús verða skilgreindar sem lóðir undir íbúðarhús. 14 lóðir austast á svæðinu verða áfram skilgreindar sem frístundalóðir. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir.

Tillögurnar voru auglýstar frá 29.06.2022 til 12.08.2022.

Athugasemdir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og var brugðist við þeim eða þeim send umsögn.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Deiliskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar


Share: