Borgarbyggð vekur athygli á að gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta út af COVID-19 hættustigi almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Um er að ræða almennar leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum sem sjá má hér.
Sveitastjórnar, sem fer með stjórn fjallskilamála, tryggir að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir og gefa út frekari leiðbeiningar ef þurfa þykir.
Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála í síma 433-7100.
Leiðbeiningunum er hægt að hlaða niður hér.