Laust starf umsjónarkennara í Grunnskólanum í Borgarnesi

janúar 11, 2023

Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir umsjónarkennara í 2. bekk. Um er að ræða tímabundna afleysingu til 15. maí 2023.

Óskað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og hafa hugrekki til þess að feta nýjar leiðir.

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður skóli með um 320 nemendur í 1.–10. bekk og tekur virkan þátt í skólasamfélagi Borgarbyggðar. Skólinn er Uppbyggingarskóli ásamt því að vera í teymiskennslu.

Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjónarkennsla í 2. bekk

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur.
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.

Sækja um hér


Share: