Laust starf þroskaþjálfa

júní 29, 2021
Featured image for “Laust starf þroskaþjálfa”

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir þroskaþjálfa til starfa í málefnum fatlaðs fólks.

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag með ríka sögu, í nálægð við höfuðborgina þar sem íbúar og gestir upplifa öflugt skólastarf, íþrótta-, menningar- og listalíf, góða þjónustu og vinalegt viðmót ásamt fjölbreyttri afþreyingu í einstakri náttúrufegurð.

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og skipulag þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, bæði börn og fullorðna.
  • Ráðgjöf um mögulega þjónustu.
  • Greining og mat á þjónustuþörf.
  • Móttaka og úrvinnsla umsókna um þjónustu.
  • Gerð áætlana um þjónustu sveitarfélagsins við fatlaða einstaklinga.
  • Fagleg ráðgjöf um starf á vernduðum vinnustað, hæfingu og búsetuþjónustu fatlaðra.
  • Tengiliður sveitarfélagsins vegna atvinnu með stuðningi.
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustustofnunum vegna málefna fullorðinna fatlaðra einstaklinga, fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra.
  • Þátttaka í teymisvinnu vegna barna skv. hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar.
  • Þátttaka í stefnumótun sveitarfélagsins í málefnum fatlaðs fólks.

Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Starfsréttindi sem þroskaþjálfi.
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fötlun.
  • Þekking og reynsla af vinnu á sviði félagsþjónustu og meðferð fjölskyldumála æskileg.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu


Share: