Laust starf þjónustufulltrúa

september 15, 2021
Featured image for “Laust starf þjónustufulltrúa”

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Móttaka viðskiptavina sveitarfélagsins
  • Almenn upplýsingagjöf og aðstoð við viðskiptavini og starfsmenn sveitarfélagins
  • Símsvörun, skráning og móttaka gagna
  • Aðstoð við rafrænar umsóknir
  • Skjalavinnsla og skjalavarsla
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af framlínu og/eða þjónustustörfum æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Reynsla eða þekking á bókhaldi er kostur
  • Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur

Frekari upplýsingar um starfið:

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.

Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð.

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfssvið: Stjórnsýslu- og þjónustusvið

Umsóknarfrestur er til og með: 29. september 2021

Nánari upplýsingar veitir Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs flosi.sigurdsson@borgarbyggd.is s. 433-7100

 

 

 


Share: