Laust starf námsráðgjafa

júní 29, 2021
Featured image for “Laust starf námsráðgjafa”

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir námsráðgjafa í 50% stöðuhlutfall.

Námsráðgjafi starfar í þágu nemenda og er trúnaðar – og talsmaður þeirra. Hlutverk námsráðgjafa er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum og öðrum sérfræðingum innan og utan skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag með ríka sögu, í nálægð við höfuðborgina þar sem íbúar og gestir upplifa öflugt skólastarf, íþrótta-, menningar- og listalíf, góða þjónustu og vinalegt viðmót ásamt fjölbreyttri afþreyingu í einstakri náttúrufegurð.

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum Borgarbyggðar í skólamálum.
  • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur.
  • Náms-og starfsfræðsla.
  • Forvarnir.
  • Námstækni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hefur lokið námi í náms- og starfsráðgjöf.
  • Reynsla af starfi sem námsráðgjafi æskileg.
  • Ríkir samstarfs – og samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.

 


Share: