Laust starf kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar

desember 7, 2022
Featured image for “Laust starf kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar”

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara við afleysingar út skólaárið 2022-2023.

Um er að ræða

  • Umsjónarkennara á yngsta stigi

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva skóli í Borgarfirði. Starfsstöðvar skólans eru á Hvanneyri þar sem eru 30 nemendur í 1.-5. bekk, á Kleppjárnsreykjum þar sem eru 95 nemendur í 1.-10. bekk og á Varmalandi þar sem eru um 45 nemendur í 1.-10. bekk.

Grunnskóli Borgarfjarðar er teymiskennsluskóli þar sem kennarar vinna í teymum með samkennslu tveggja til fjögurra árganga. Skólinn vinnur eftir gildum heilsueflingar og grænfána og er leiðtogaskóli. Nánar um stefnu skólans er á heimasíðunni www.gbf.is

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hefur umsjón með sínum umsjónarbekk.
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
  • Fylgist með samskiptum nemenda sinna innbyrðis og grípur strax inn ef minnsti grunur leikur á einelti og fylgir þá vinnuferli áætlunar gegn einelti.
  • Hefur samband við forráðamenn eftir þörfum.
  • Vinnur í teymi með öðrum umsjónarkennurum stigsins ásamt öðrum kennurum umsjónanemenda sinna.
  • Situr kennara- og teymisfundi og aðra þá fundi sem skólastjórnin felur honum.
  • Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og ýmiss konar áætlanagerð innan skólans.
  • Tekur við og leitar eftir upplýsingum um hegðun, námsframvindu o.fl. hjá sérgreinakennurum og öðrum.
  • Færir námsmat, umsagnir og ástundun inn í Mentor
  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf grunnskólakennara
  • Önnur menntun sem nýtist í starfi (ef ekki sækir um kennari með leyfisbréf).
  • Reynsla af kennslu i grunnskóla
  • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Metnaður í starfi

Sækja um hér


Share: