Laust starf félagsráðgjafa í barnavernd

maí 17, 2022
Featured image for “Laust starf félagsráðgjafa í barnavernd”

Um er að ræða 100% starfshlutfall. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Meðferð barnaverndarmála, þ.e. móttaka tilkynninga, greining, könnun og vinnsla mála.
  • Önnur verkefni og ábyrgð:
  • Meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu, þ.m.t. félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð.
  • Aðkoma að þjónustu og ráðgjöf við fólk með fötlun, bæði börn og fullorðna.
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna barna og fjölskyldna þeirra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf.
  • Þekking og reynsla á sviði barnaverndar og meðferð fjölskyldumála.
  • Þekking og reynsla af vinnu með fólki með skerðingar æskileg.
  • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.

Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu ef enginn félagsráðgjafi sækir um.

 

 


Share: