Laust starf deildarstjóra skipulags- og byggingarmála

júní 1, 2022
Featured image for “Laust starf deildarstjóra skipulags- og byggingarmála”

Við leitum eftir framsæknum stjórnanda og sérfræðing til þess að taka þátt í að efla og leiða þjónustu sveitarfélagsins inn í nýja tíma. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaðri þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Viðkomandi mun hafa yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum, umferðar- og samgöngumálum og ráðgjöf vegna stærri framkvæmdaverkefna. Stýrir verkefnum og vinnur að úrlausn þeirra ásamt því að sjá til þess að verkefnin séu unnin faglega í samræmi við lög og reglugerðir.

Viðkomandi mun heyra undir stjórnsýslu- og þjónustusvið Borgarbyggðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirmaður skipulags- og byggingarmála.
  • Vinnur með starfsfólki deildarinnar að daglegum verkefnum og er þeim til ráðgjafar og aðstoðar um málsmeðferð og framvindu einstakra mála.
  • Heildaryfirsýn yfir helstu verkefni deildarinnar og verkefnastjórnun.
  • Samstarf við sveitarstjóra og sviðsstjóra um uppbyggingu stjórnsýslu og þjónustu deildarinnar.
  • Hefur yfirumsjón umfangsmikilla skipulagsverkefna, stefnumótunar og áætlunargerðar í skipulagi og eftirfylgni.
  • Er starfsmaður og ritari skipulags- og byggingarnefndar.
  • Vinnur í teymum með gerð verkferla, verklagsreglna og gjaldskráa.
  • Ber ábyrgð á varðveislu skjala og gagna er tilheyra verkefnum og starfsviði sviðsins og skal starfa eftir þeim verklagsreglum og verkferlum sem sveitarfélagið setur sér.
  • Góð og skilvirk samskipti við íbúa, viðskiptavini og samstarfsaðila Borgarbyggðar.
  • Vinnur önnur þau verkefni sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun í arkitektúr, byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða sambærilegum tæknigreinum á háskólastigi. Framhaldsmenntun er kostur á þessu sviði auk menntunar er tengist verkefnastjórnun eða annarri stjórnun.
  • Stjórnunarhæfileikar og reynsla og þekking af stjórnun verkefna.
  • Skipulagsfærni til að hafa góða og örugga yfirsýn yfir mál deildarinnar.
  • Sýna skipulögð, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Samskiptahæfni sem miðar að því að stýra hóp starfsmanna og teymisvinnu sem og góðri þjónustulund við þjónustuþega.
  • Þekking á skipulags- og mannvirkjalögum, byggingarreglugerð og gildandi stöðlum og samþykktum.
  • Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu.
  • Góð almenn tölvukunnátta og talnagleggni.
  • Þekking og hæfni í íslensku, bæði töluðu sem rituðu máli.

 


Share: