Laust starf deildarstjóra í Klettaborg

apríl 3, 2023

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem er þriggja deilda leikskóli í afar fallegu umhverfi. Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og farsæld barna er í fyrirrúmi.

Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfstæði, virðing og gleði – SAMAN GETUM VIÐ MEIRA.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Ber ábyrgð á að að unnið sé eftir aðalnámsskrá leikskóla og skólanámsskrá leikskólans
  • Starfar í stjórnendateymi leikskólans og sér um miðlun upplýsinga innan deildar, milli deilda og við leikskólastjóra

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennararéttindi
  • Reynsla af starfi deildarstjóra og stjórnun í leikskóla er æskileg
  • Hæfni, lipurð, umburðarlyndi og heiðarleiki í mannlegum samskiptum
  • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samstarfsvilji
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku máli og færni í ræðu og riti (C2)

Sækja um hér 


Share: