Lausar stöður í frístund á Hvanneyri

september 16, 2021
Featured image for “Lausar stöður í frístund á Hvanneyri”

Óskað er eftir einstaklingum í skemmtilegt og skapandi starf með börnum í frístund í Borgarnesi, Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum. Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá ca 12.45-16.00 tvo til fimm daga vikunnar þó getur vinnutími verið breytilegur á milli daga. Á Kleppjárnsreykjum er unnið frá 14:30-16:00 fimm daga vikunnar.

Unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundarstarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
  • Skipulagning á faglegu frístundarstarfi.
  • Samvinna við börn og starfsfólk
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundar.

Hæfniskröfur:

Mikilvægt að hafa áhuga á að starfa með börnum, sýna frumkvæði, gleði og sjálfstæði í starfi og hafa góða færni í mannlegum samskiptum. Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.

Frekari upplýsingar um starfið:

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigga Dóra, tómstundafulltrúi á netfanginu siggadora@umsb.is

 

 


Share: