Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir deildarstjóra sérkennslu.
Starf deildarstjóra er 75% starf stjórnanda og 25% starf sérkennara. Deildarstjóri sérkennslu annast alla skipulagningu sérkennslu í samráði við skólastjóra og er næsti yfirmaður sérkennara og stuðningsfulltrúa sem starfa við skólann á hverjum tíma.
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva skóli í Borgarfirði. Starfsstöðvar skólans eru á Hvanneyri þar sem eru 39 nemendur í 1.-5. bekk, á Kleppjárnsreykjum þar sem eru 85 nemendur í 1.-10. bekk og á Varmalandi þar sem eru um 35 nemendur í 1.-10. bekk.
Grunnskóli Borgarfjarðar er teymiskennsluskóli þar sem kennarar vinna í teymum með samkennslu tveggja til fjögurra árganga. Skólinn vinnur eftir gildum heilsueflingar og grænfána og er leiðtogaskóli. Nánar um stefnu skólans er á heimasíðunni www.gbf.is
- Skipuleggur og stjórnar allri sérkennslu skólans eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar.
- Er í forystu um gerð einstaklingsnámsskráa og er ráðgefandi aðili við gerð þeirra.
- Er almennum kennurum skólans faglegur ráðgjafi varðandi skipulag kennslu og hefur umsjón með gerð sérkennsluskýrslu að vori.
- Er almennum kennurum skólans til faglegrar ráðgjafar varðandi skipulag á kennslu nemenda með sérþarfir.
- Sinnir fundarsetu/fundarboðun vegna nemenda með sérþarfir.
- Er næsti yfirmaður stuðningsfulltrúa skólans og skipuleggur þeirra störf.
- Situr fundi nemendaverndar.
- Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans.
- Leyfisbréf grunnskólakennara er skilyrði
- Reynsla af sérkennslu i grunnskóla er mikilvæg
- Viðbótarmenntun í sérkennslufræðum er æskileg
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Metnaður í starfi