Grunnskóli Borgarfjarðar og leikskólinn Hnoðraból reka saman mötuneyti á Kleppjárnsreykjum. Auglýst er eftir aðstoðarmatráð í 80% stöðu.
Aðstoðarmatráður tekur þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer í skólunum með áherslu á vellíðan nemenda. Hann ber ábyrgð á, ásamt yfirmanni mötuneytis, að umgengni og öryggi í mötuneyti sé í samræmi við lög og reglur.
Skólarnir vinna eftir gildum heilsueflingar og grænfána og eru leiðtogaskólar. Nánar um stefnur skólanna er á heimasíðum þeirra www.gbf.is og http://hnodrabol.leikskolinn.is/
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoðar við matreiðslu, undirbúning og frágang matvæla.
- Frágangur í eldhúsi, uppvask og þrif.
- Framreiðsla á mat í mötuneyti.
- Flutningur á mat yfir á leikskólann og framreiðsla í leikskóla.
- Aðstoðar þá nemendur sem þurfa við matarskömmtun.
- Önnur verkefni sem matráður felur honum og fallið geta að ofangreindum
Menntun og hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi í eldhúsi æskileg
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Frekari upplýsingar um starfið:
Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja kynningarbréf.
Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð: https://borgarbyggd-3.alfred.is/
Öllum umsóknum verður svarað.
Vinnutími: Dagvinna frá kl. 9:30
Starfshlutfall: 80%
Starfssvið: Fjölskyldusvið
Umsóknarfrestur er til og með: 9. júlí 2021
Nánari upplýsingar veitir Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri, netfang: helga.jensina.svavarsdottir@gbf.is – símanúmer: 8611661