Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð sem hér segir:
- Hvanneyri 18. nóvember í “gamla BÚT-húsinu” kl. 16:30 – 19:00.
Umsjón: Edda Þórarinsdóttir. - Borgarnes 23. nóvember að Borgarbraut 55.
Fyrir hunda: kl. 16:30 – 19:00.
Fyrir ketti kl. 19:15 – 20:15.
Umsjón: Gunnar Gauti Gunnarsson. - Bifröst 24. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:30 – 18:00.
Umsjón: Gunnar Gauti Gunnarsson. - Borgarnes 29. nóvember að Borgarbraut 55 kl. 17:00 – 19:00.
Umsjón: Kristín Þórhallsdóttir.
Lögum samkvæmt skulu allir hundar, kettir og kanínur vera örmerkt og skráð í miðlægan gagnagrunn, www.dyraaudkenni.is.
Skráningarskylda er á öllum hundum og köttum í þéttbýli Borgarbyggðar.
Skylt er að ormahreinsa alla hunda 4 mánað og eldri árlega, ormahreinsunin er innifalin í leyfisgjaldi sveitarfélagsins. Óskráð gæludýr eru velkomin og geta eigendur nálgast skráningargögn á staðnum eða sótt um í þjónustugáttinni.
Þeir sem ekki nýta sér þessa þjónustu þurfa að skila vottorði fyrir áramót um að dýr þeirra hafi verið hreinsað annars staðar.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Borgarbyggðar, í síma 433-7100 og á netfanginu thjonustuver@borgarbyggd.is.
Vakin er athylgi á því að það er grímuskylda og eru einstaklingar beðnir um að gæta að persónubundnum sóttvörnum.