Fyrirhugað niðurrif í Brákarey

febrúar 25, 2025
Featured image for “Fyrirhugað niðurrif í Brákarey”

Fyrirhugað er að hefja niðurrif á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey í byrjun apríl. Í þessum áfanga er um að ræða hluta gamla sláturhússins og gúanósins (sjá meðfylgjandi mynd).  Þeir sem telja sig eiga muni í þessum húshlutum eru hvattir til að bregðast við því sem fyrst. Rétt er að benda á að umgengni án eftirlits um húsnæðið er óheimil, því þarf að hafa samband við sveitarfélagið og fá aðgang að húsnæðinu til að sækja munina, eigi síður en 15. mars 2025. Eftir þá dagsetningu má gera ráð fyrir að öllu því sem er í umræddum húsbyggingum verði fargað.

 


Í útskýringamynd má sjá þá hluta sem til stendur að rífa, um er að ræða alla hluta nema hluta 01, sem er skráður með gulum útlínum.

Fyrirspurnum og beiðnum um aðgang er svarað í gegnum netfangið framkvaemdir@borgarbyggd.is


Share: