
Borgarverk hefur nú framkvæmdir við tengingu inn á neysluvatnsstofn í Sóleyjarkletti.
Verkið krefst ekki lokunar á götu, en vegurinn mun þrengjast tímabundið á meðan vinnu stendur.
Sjá má fyrirhugaða staðsetningu tengingar á meðfylgjandi útskýringarmynd, blá lína sýnir fyrirhugaða tengingu við stofninn og rauð lína sýnir svæði þar sem umferð þrengist.
Við biðjum vegfarendur að sýna aðgát og þolinmæði meðan á framkvæmdum stendur.