Framkvæmdir á Sæunnargötu

október 28, 2024
Featured image for “Framkvæmdir á Sæunnargötu”

Kæru íbúar

Framkvæmdum Borgarbyggðar og Veitna í Sæunnargötu miðar vel áfram og gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki fyrir lok nóvember.

Þriðja og síðasta áfanga hefur verið frestað til vors þar sem vetrarveður hefur neikvæð áhrif á endingartíma lagna í opnum skurði. Við munum láta vita áður en við hefjum vinnu að nýju í vor.

Veitur og Borgarbyggð endurnýja lagnir og götuna til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði.

Með kveðju,

starfsfólk Borgarbyggðar og Veitna


Share: