
Fasteignagjöld – Tvöfaldar kröfur í banka
Starfsmenn eru enn að ná utan um bilun í kerfum okkar en vonandi verður þetta komið í rétt horf fljótlega.
Fasteignaeigendur sem hafa greitt kröfu vegna fasteignagjalda tvisvar og vilja fá endurgreitt eru vinsamlega beðin um að senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433-7100.
Gefa þarf upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer sem óskað er eftir að verði endurgreitt inn á.
Ef ekki er óskað eftir endurgreiðslu mun inneign ganga upp í næstu kröfu vegna fasteignagjalda sem verður með gjalddaga 15. febrúar og eindaga 17. mars 2025.