Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan fagaðila í barnavernd.
Um er að ræða 100% tímabundna stöðu til eins árs, með möguleika á framlengingu. Leitað er eftir fagaðila með menntun sem nýtist í starfi á borð við félagsráðgjafa, sálfræðinga eða þroskaþjálfa.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á allri almennri vinnslu barnaverndarmála, s.s móttaka tilkynninga, skráning, könnun máls og gerð meðferðaráætlana.
- Vinnsla við fóstur- og vistunarmál.
- Bakvaktir í barnavernd skv. samningi þar um.
- Veita ráðgjöf og sinna málstjórn í stuðnings teymum vegna þjónustu í þágu farsældar barna.
- Koma að uppbyggingu á barnaverndarþjónustu Vesturlands og samstarf við sveitarfélögin er koma að þjónustunni.
- Þáttaka í þverfaglegri teymisvinnu og samstarf við lykilstofnanir.
- Veita ráðgjöf og stuðning við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Víðtæk þekking og reynsla á sviði barnaverndar, farsældar og meðferð fjölskyldumála.
- Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu og málstjórn.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð viðhorf.
- Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Stytting vinnuvikunnar
- Heilsustyrkur til starfsmanna