Vegagerðin stendur fyrir brúarráðstefnunni Byggjum brýr 26. apríl 2023 í Háteigi á Hótel Reykjavík Grand frá klukkan 9:00 til 16:30.
Fjallað verður um brýr í víðu samhengi og litið til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Saga brúa á Íslandi og framtíðaráskoranir verða til umfjöllunar, farið verður yfir stöðuna á einbreiðum brúm, sagt frá nýrri brú yfir Þorskafjörð og fyrirhuguðum brúm yfir Ölfusá og Fossvog. Þá verður hönnun brúa í tengslum við náttúruhamfarir, áhrif loftslagsbreytinga og áskoranir verktaka í brúargerð einnig til umfjöllunar. Meðal fyrirlesara eru erlendir brúarverkfræðingar, íslenskir sérfræðingar, verktakar í brúargerð og fræðimenn.
Ráðstefnugjald er 9.000 kr. og afsláttur veittur eldri borgurum og námsfólki. Innifalið í því er aðgangur, veitingar í kaffihléum, hádegisverður og móttaka að ráðstefnu lokinni.
Hópskráning fer fram með því að senda póst á netfangið: thorunn@athygliradstefnur.is
Nánari upplýsingar eru á vef Vegagerðarinnar.