
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu.
Um er að ræða snjómokstur í dreifbýli og á heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins, ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum samkvæmt skilmálum útboðslýsingar.
Útboðinu er skipt í sjö samningshluta og geta bjóðendur lagt fram tilboð í einn eða fleiri samningshluta útboðsins.
Hægt er að sækja öll útboðsgögn hér á útboðsvefnum
Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 13:00 þann 29. ágúst 2025.