
Líkt og áður hefur komið fram tók Borgarbyggð upp nýtt bókhaldskerfi í byrjun árs. í kjölfar þess komu upp villur og fengu íbúar margir hverjir sendar tvær kröfur vegna fasteignagjalda.
Í ljós hefur komið að ekki hefur tekist að fella niður umræddar kröfur að fullu. Vegna þessa fóru út innheimtukröfur í nafni Borgarbyggðar frá Motus, þar sem þetta er sjálfvirkt ferli í innheimtu á aðila sem sannarlega eru búnir að greiða sínar kröfur. Áhersla er lögð á að þetta er sjálfvirkt ferli og munu þessar kröfur ekki fara í innheimtu.
Við viljum enn og aftur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en Borgarbyggð vinnur nú að því að leiðrétta þessa villu með þjónusuaðilum sínum.
Íbuar sem óska eftir nánari upplýsingum er bent á að hafa samband í síma 433-7100 eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is