Borgarbraut 55 – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

júlí 25, 2022

Byggðarráð, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar, samþykkti þann 14. júlí 2022 eftirfarandi tillögu samkvæmt 32. gr. og 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

  • Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Borgarbraut 55 í Borgarbyggð.

Breytingin tekur til hækkaðs nýtingarfalls innan lóðar við Borgarbraut 55 um 0,05 eða úr 0,58 í 0,63. Hækkunin heimilar aukið byggingarmagn um allt að 107 m2 eða úr 1193,6 m2 í 1300 m2. Aukningin er tilkomin vegna stiga og lyftuhúss við áætlað hús á lóðinni. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Aðalskipulagsbreyting


Share: