Borgarbyggð auglýsir eftir rekstraraðila til að efla lýðheilsu, auka aðsókn ogafþreyingarmöguleika í fólkvanginum Einkunnum. Umsækjandi verður í nánu samstarfi við umsjónarnefnd Einkunna og þarf að vera tilbúinn til að taka að sé afmörkuð verkefni við daglega umsjón í fólkvanginum.
Fólkvangurinn Einkunnir var friðlýstur sem fólkvangur árið 2006.
Upplýsingar um skilmála friðlýsingar má finna á vef Umhverfisstofnunar. Til að umsóknin verði tekin gild þarf starfsemin að samræmast skilmálum í
auglýsingu um friðlýsingu og í deiliskipulagi. Fólkvangurinn verður alltaf opinn almenningi til útivistar án endurgjalds. Fyrirhuguð starfsemi þarf að taka mið af því.
Borgarbyggð óskar eftir því að með umsókn fylgi eftirfarandi:
• Greinargóð lýsing á starfseminni sem umsækjandi hyggst starfrækja í fólkvanginum.
• Lýsing á því hvernig starfsemin getur aukið aðdráttarafl fólkvangsins.
• Lýsing á því hvernig starfsemin er til þess fallin að auka lýðheilsu eða geti haft heilsueflandi áhrif.
Borgarbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2023.
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið thjonustuver@borgarbyggd.is merkt Afþreying í Einkunnum.
Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Tryggvadóttir, hrafnhildur@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100.