Auglýst eftir rekstraraðila fyrir Grímshús

janúar 31, 2023
Featured image for “Auglýst eftir rekstraraðila fyrir Grímshús”

Borgarbyggð auglýsir eftir rekstraraðila fyrir Grímshús í Brákarey til skemmri eða lengri tíma.

Húsið er skráð 167,8 m2 að stærð og hefur verið endurgert að utan en er ófullbúið að innan. Til greina kemur að lúkning endurbóta verði í höndum
rekstraraðila samkvæmt samkomulagi við Borgarbyggð.

Vakin er athygli á því að nú stendur yfir vinna við nýtt rammaskipulag fyrir Brákarey sem getur leitt af sér umbreytingu á skipulagi umhverfis Grímshús og rasks ef til framkvæmda kemur.

Húsið hefur í núverandi mynd verið notað til viðburða með góðum árangri.

  • Borgarbyggð óskar eftir því að umsóknum fylgi eftirfarandi:
  • Lýsing á því hvernig umsækjandi hyggst nýta húsið til að efla menningar- og mannlíf.
  • Lýsing á þeim endurbótum sem umsækjandi telur þörf á að ráðast í.
  • Leiguverð og fyrirkomulag leigu svo sem m.t.t. fjárfestingar í endurbótum.
  • Afstaða til þeirrar óvissu sem felst í því að skipulagsvinna er í gangi.
  • Viðskiptaáætlun sem endurspeglar sjálfbærni verkefnisins.

Borgarbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2023.

Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið mannlif@borgarbyggd.is.

Nánari upplýsingar og skoðun á eigninni veitir Þórarinn Halldór Óðinsson, thorarinn@fastnes.is eða í símanúmer 865-0350.

 


Share: