Áhaldahús leitar að starfsmanni í framtíðarstarf

ágúst 20, 2021
Featured image for “Áhaldahús leitar að starfsmanni í framtíðarstarf”

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.

Erum við að leita af þér?

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

Starfið felst í vinnu við viðhald vatnsveitna, sorpmála, gatnakerfa og fráveitu með leiðsögn verkstjóra áhaldahússins. Einnig felst í starfinu sláttur, umhirðuverkefni á opnum svæðum, almennt viðhald og ýmsar verklegar framkvæmdir á vegum áhaldahúss.

 

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skilyrði er að starfsmaður hafi náð 18 ára aldri
  • Skilyrði er að starfsmaður hafi ökuréttindi
  • Vinnuvélaréttindi eða iðnmenntun eru æskileg en ekki skilyrði
  • Jákvæðni, frumkvæði, áhugi og metnaður

 

Áhugasamir einstaklingar, án tillit til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað.

 

Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfssvið: Stjórnsýslu- og þjónustusvið Borgarbyggðar

Umsóknarfrestur er til og með: 1. september 2021

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst

 

Nánari upplýsingar veitir Ámundi Sigurðsson verkstjóri í síma 892-5678.

 


Share: