Aftakaveður framundan – röskun á starfsemi sveitarfélagsins

febrúar 6, 2022
Featured image for “Aftakaveður framundan – röskun á starfsemi sveitarfélagsins”

Veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun vegna ofsaveðurs í fyrramálið, mánudaginn 7. febrúar.

Eftir fund með Almannavörnum hefur verið ákveðið að seinka skólahaldi fram til kl. 10:00 í það minnsta. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólum, en staðan verður metin í fyrramálið ef frekari röskun verður á skólastarfi.

Íþróttamiðstöðvar munu opna í fyrsta lagi kl. 08:00, sveitarfélagið mun upplýsa íbúa ef frekari seinkun verður á opnun.

Borgarbyggð vekur athygli á að miklar líkur eru á foktjóni og samgöngutruflunum og er íbúum ráðlagt að ganga vel frá lausum munum.


Share: