Ábending til vegfarenda á stígum í Hamarslandi

maí 3, 2021
Featured image for “Ábending til vegfarenda á stígum í Hamarslandi”

Vegfarendur sem nýta  vegi og stíga í Hamarslandi til afþreyingar eru beðnir að sýna aðgát og virðingu hver fyrir öðrum.

Svæðið er vinsælt til hvers konar útivistar og eru stígar nýttir fyrir fjölbreytta afþreyingu auk þess sem vegur í fólkvanginn Einkunnir liggur um svæðið. Sérstaklega er bent á að hestar geta verið viðkvæmir fyrir óvæntum hljóðum og hreyfingu og geta fælst með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Umferð vélknúinna ökutækja er ekki heimil á reiðstígum. 

Vegfarendur eru því beðnir að sýna fyllstu aðgát, hvort sem þeir eru á vélknúnum ökutækjum, á reiðhjólum, hlaupandi, gangandi eða ríðandi.

Með aðgát og virðingu fyrir náunganum ættu allir að geta sinnt afþreyingu sinni á svæðinu.


Share: