Á laugardag fór fram smölun ágangsfjár á vegum Borgarbyggðar í landi Skarðshamra í Norðurárdal. Smölun á vegum sveitarfélagsins er grundvelli samþykktar byggðarráðs frá 22. júní s.l. en landeigendur Skarðshamra höfðu ítrekað farið fram á að sveitarfélagið smalaði ágangsfé af landinu. Í einu fjallskilaumdæmi Borgarbyggðar, þ.e. Þverárþings, hefur verið virkjuð sú grein fjallskilasamþykktar sem gerir bændum skylt að reka fé á …