Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð
Vatnsaflsvirkjun og flugvöllur í Húsafelli III
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. mars 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vatnsaflsvirkjunar og flugvallar í landi Húsafells III frá árinu 2002.
Breytingin tekur til betri skilgreininga á mannvirkjum og umfangi þeirra, lóðum og byggingarreitum og er skipulagssvæðið stækkað um 4,5 ha við þessar breytingar. Í núgildandi deiliskipulagi eru tvær vatnsaflsvirkjanir skilgreindar, Kiðárvirkjun 1 sem er 285 kW byggð árið 1978 og Kiðárvirkjun 2 með áætlaða stærð 300-400 kW. Eitt stöðvarhús er á svæðinu sem þjónar báðum virkjunum. Með breytingunni er heimiluð stækkun á svöðvarhúsi með hámarks byggingarmagn 150fm og hámarkshæð 7m en er nú 46fm og 7m hátt. Í breytingunni er einnig skilgreind 3256fm lóð undir flugskýli við suð-austurenda flugbrautar. Fallið er frá færslu árfarvegar Kaldár á núgildandi deiliskipulagi. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is mál nr. 447/2024) frá 19. apríl til og með 3. júní 2024 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 19. apríl, 2024.