Badmintonæfingar fyrir alla fjölskylduna

admin

Trimmaratímar og fjölskyldutímar eru opnir öllum. Ekki er umsjón með þessum tímum, iðkendur sjá sjálfir um að setja upp net og ganga frá í lok tímanna. Hægt er að fá spaða og plastkúlur lánaðar hjá badmintondeildinni.

Bent er á facebook hóp trimmara en þar má tengjast öðrum trimmurum og finna sér mótspilara. Endilega hafið samband við badminton@skallagrimur.is ef spurnignar vakna um tímana.