Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

maí 22, 2020
Featured image for “Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar”

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 180 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og Varmalandi. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans.

Við leitum að öflugum einstaklingum frá og með 1. ágúst 2020 í

  • umsjónarkennslu í teymi fyrir 1.-4. bekk, afleysing til eins árs
  • umsjónarkennslu í teymi á unglingastigi, þarf að geta kennt flestar greinar

Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. 

Umsóknarfrestur er til  31. maí nk.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara
  • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Metnaður í starfi

Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Lögð er áhersla á jákvæðan skólabrag, skólinn er leiðtogaskóli og vinnur með 7 venjur til árangurs, starfar í anda heilsueflingar og leggur áherslu á umhverfisvitund með þátttöku í þróunarverkefnum um heilsueflandi skóla og grænfána. Heimasíða skólans er http://www.gbf.is/

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og  Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að senda inn umsókn.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og  starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.

Nánari upplýsingar veitir Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri í síma 861 1661 netfang; helga.jensina.svavarsdottir@gbf.is


Share: