Laus staða verkstjóra í áhaldahúsi Borgarbyggðar

mars 10, 2025
Featured image for “Laus staða verkstjóra í áhaldahúsi Borgarbyggðar”

Borgarbyggð óskar eftir að ráða verkstjóra í  áhaldahús

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Í starfsmannamálum eru gildin virðing, áreiðanleiki og metnaður höfð að leiðarljósi.

Starf verkstjóra áhaldahús Borgarbyggðar er laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón og vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir, frá- og vatnsveitur, umhirða þéttbýliskjarna og opinna svæða og gatnakerfi. Starfið er fjölbreytt og krefst mikilla samskipta við íbúa sveitarfélagsins. Um er að ræða 100% starf.

Næsti yfirmaður er deildarstjóri umhverfis- og landbúnaðarmála. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og búsettur á svæðinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umhirða og viðhald eigna sveitarfélagsins sem falla undir áhaldahús
  • Verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins sem fellur undir starfssvið áhaldahús
  • Viðhald og hreinsun gatna, gangstétta, stíga og veitna
  • Snjómokstur, sláttur, umhirða opinna svæða o.fl. tilfallandi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Vinnuvélaréttindi / meirapróf / ökuréttindi skilyrði
  • Frumkvæði, sjálfstæði, fagmennska, skipulagshæfni, nákvæmni og styrk til ákvarðanatöku
  • Reynsla af verkstýringu verkamanna
  • Áhugi til að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Hreint sakavottorð
  • Gott vald á íslensku í ræði og riti
Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af árskorti í íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar
  • Afsláttur hjá Símanum
  • Afsláttur á bókasafninu

Share: