Ungmennaráð Borgarbyggðar, starfshópur forvarnar, heilsueflandi og barnvæns samfélags standa fyrir ungmennaþingi og stefnumótunarfundi fyrir íbúa sveitarfélagsins til þess að móta hugmyndir um hvernig samfélagi við viljum tilheyra.
Fundurinn verður haldinn 9. nóvember 2022, kl 18:00 í Hjálmakletti.
Skipulag fundarins verður þannig háttað að ungmenni 12 ára og eldri verða í kjallara Hjálmakletts og aðrir íbúar verða í salnum.
Öllum þátttakendum verður skipt upp í umræðuhópa og munu þeir sem standa fyrir viðburðinum nýta niðurstöður hópanna í sinni vinnu í að búa til betri Borgarbyggð
Fundarstjórar eru þau Signý Óskarsdóttir og Guðjón Svansson frá Creatrix
Kaffi og léttar veitingar í boði